Hópar í spa

Tilvalið fyrir allskonar hópa – vinahópa, vinnufélaga, saumaklúbba, gæsahópa og alla þá sem vilja eiga rólega og notalega stund í góðum félagsskap.

Hópatilboð Blue Lagoon spa

Spa 1 - 3.990 kr á mann
Innifalið:
Aðgangur að Blue Lagoon spa
Útiaðstaða með 2 heitum pottum, annar með jarðsjó og nuddi, sauna og blautgufa
Slökunarrými með heitum potti
Sloppur og handklæði


Spa 2 - 4.500 kr á mann
Innifalið:
Aðgangur að Blue Lagoon spa
Útiaðstaða með 2 heitum pottum, annar með jarðsjó og nuddi, sauna og blautgufa
Slökunarrými með heitum potti
Kísilleirgufa ( 20 mínútna kísilleirmeðferð sem djúphreinsar, styrkir og þéttir húðina)
Sloppur og handklæði


Spa 3 - 8.900 kr á mann
Innifalið:
Aðgangur að Blue Lagoon spa
Útiaðstaða með 2 heitum pottum, annar með jarðsjó og nuddi, sauna og blautgufa
Slökunarrými með heitum potti
Kísilleirgufa
Partanudd ( 25 mín. nudd)
Sloppur og handklæði


Spa 4 - 9.900 kr á mann
Spaferðalag
Endurnærandi og slakandi spa upplifun.
Gestir njóta þess að gleyma sér í heimi vellíðunar, notalegheita og slökunar m.a. í djúphreinsandi kísilleirgufubaði, róandi heitum jarðsjó, gufuböðum.
Þessu ferðalagi fylgir næring og meðferð fyrir húðina með einstökum og náttúrulegum virkum efnum Bláa Lónsins.
Ferðalaginu lýkur í slökunarrými heilsulindarinnar þar sem hópurinn getur notið sín til fulls í slökun og spjalli.

Innifalið:
Dásamlegt spaferðalag um Blue Lagoon spa (2-3 klst.)
Blue Lagoon húðvörupakki
Útiaðstaða með 2 heitum pottum, annar með jarðsjó og nuddi, sauna og blautgufa
Gestir fá einnig handklæði, slopp og inniskóInnifalið í spa heimsókn er aðgangur að glæsilegri heilsurækt Hreyfingar heilsulindar.

 

Bókanir

Bókaðu tíma í Blue Lagoon spa í síma 414 4004 eða með því að senda tölvupóst á 
bluelagoonspa(at)bluelagoonspa.is