Fætur

 
FÓTSNYRTING & DELUXE MEÐFERÐ FYRIR FÆTUR & FÓTLEGGI 
Endurnærandi og styrkjandi meðferð sem hentar vel fyrir þurra og þreytta fætur. Eykur blóðflæði, og fyllir húðina orku. Meðferð sem veitir vellíðan og slökun í senn. Í henni felst fótsnyrting, Blue Lagoon fótabað, hitaskrúbb, maski, nudd fyrir fætur og fótleggi með kælandi og mýkjandi Blue Lagoon fótakremi.
Án lakks                              11.900,-
Með lakki                             12.900,-


FÓTSNYRTING
Mjúkir og vel snyrtir fætur veita vellíðan á líkama og sál.
Án lakks                                8.900,-
Með lakki                              9.900,-


LÉTT FÓTSNYRTING 
Blue Lagoon fótabað, naglabönd og neglur snyrtar.
Án lakks                               5.500,-
Með lakki                             6.500,-

Cal Gel 
Fótsnyrting með cal geli (90 mín)          11.900,-
Cal gel á táneglur (60 mín)                   9.900,-ORKUGEFANDI FÓTAMEÐFERÐ
Njóttu þess að slaka á í þessari einstöku meðferð fyrir fætur og fótleggi.
Meðferðin er örvandi og afeitrandi og dregur úr bjúg í fótleggjum. Fætur eru nuddaðir með kísilskrúbbi og vafðir inn í vafning með Blue Lagoon kísil. Í lokin eru fæturnir nuddaðir með Blue Lagoon olíu auk heitra steina. Einstök vafningsmeðferð fyrir fætur og fótleggi. Veitir einstaka vellíðan og orku.
60 mín                                14.900,-


Innifalið er aðgangur að heilsulindinni þar sem er heitur pottur og slökunarrými. Úti á veröndinni eru tveir heitir pottar annar með jarðsjó ásamt saunu og blautgufu. Gestir fá einnig handklæði og slopp.

 

Bókanir

Bókaðu tíma í Blue Lagoon spa í síma 414 4004 eða með því að senda tölvupóst á  bluelagoonspa(at)bluelagoonspa.is