Andlitsmeðferðir

BLUE LAGOON ANDLITSMEÐFERÐIR 
Meðferðirnar eru sannkallað dekur. Þær eru hannaðar með tilliti til ólíkra húðtegunda, til að mæta mismunandi þörfum og lífsstíl hvers og eins. Í meðferðunum eru notaðar Blue Lagoon húðvörur sem innihalda einstök náttúruleg virk efni Blue Lagoon jarðsjávarins, kísil, sölt og þörunga. Meðferðirnar felast í hreinsun, næringu, róandi og slakandi nuddi sem örvar blóðflæði og starfsemi húðarinnar. Endurnærir húðina, veitir henni orku og ljóma. 

Mineral facial – 30 mínútna smábað
Frískandi andlitsbað sem er sérsniðið að þörfum hvers og eins. Innifelur yfirborðshreinsun, gufu, djúphreinsun, maska og höfuðnudd. Kemur jafnvægi á húð og veitir aukinn ljóma. 
30 mín                                            7.900,-

Miracle facial – 60 mínútna kraftaverka andlitsbað 
Endurnærandi andlitsbað sem veitir húðinni orku og nauðsynleg næringarefni. Innfelur hreinsun, gufu og slakandi herða-, andlits- og höfuðnudd. Meðferðin endar á Blue Lagoon kraftaverka maskatvennu (miracle mask duo): Hreinsandi og stinnandi kísilmaska og nærandi og endurnýjandi þörungamaska. Húðin verður stinn, slétt og ljómandi.
60 mín                                           12.900,- 

Luxury facial – 75 mínútna lúxus andlitsbað. 
Endurlífgandi og nærandi lúxus andlitsbað sem veitir húðinni unglegt yfirbragð. Inniheldur hreinsun, gufu, djúphreinsun og kreistun (ef þörf er á eða óskað er eftir) auk slakandi herða-, andlits- og höfuðnudds. Meðferðin endar á Blue Lagoon lúxus maska sem eykur raka og ljóma húðarinnar. Fullkomið dekur sem er sérsniðið að þínum þörfum.
75 mín                                            14.500,- 

Deluxe spa facial – 90 mínútna lúxus andlitsbað og fótadekur.
Endurnýjaðu ljóma og heilbrigði húðarinnar með deluxe spa facial dekri. Inniheldur hreinsun, gufu, djúphreinsun og kreistun (ef þörf er á eða óskað er eftir) auk slakandi herða-, andlits- og höfuðnudds. Meðferðin endar á Blue Lagoon lúxus maska sem eykur raka og ljóma húðarinnar. Að auki inniheldur meðferðin sérstaka spa meðferð fyrir fætur með fótaskrúbbi, slakandi fótanuddi, maska og fótakremi. Einstök upplifun fyrir þá sem vilja láta dekra vel við sig. 
90 mín                                              19.500,-

Absolute purity – Húðhreinsun 
Einstaklega góð meðferð fyrir blandaða, feita og óhreina húð (fílapenslar og bólur). Húðin er djúphreinsuð og óhreinindi fjarlægð. Húðin öðlast hreint og matt yfirbragð. 
60 mín                                                10.800,-

Volcano facial - Lúxusandlitsbað með heitum steinum og fótadekur. 
Endurnærandi og slakandi andlitsbað þar sem heitir steinar eru meðal annars notaðir til að auka vellíðan og draga úr ummerkjum þreytu og streitu. Njóttu þess að stíga út úr amstri dagsins inn í einstaka veröld þar sem virk efni unnin úr jarðsjó Blue Lagoon koma til móts við þínar þarfir. Meðferðin innifelur einnig dekur fyrir fætur með heitsteinanuddi, frískandi fótamaska og nærandi Blue Lagoon kremi. Þessi áhrifaríka meðferð veitir fullkomna slökun á líkama og sál.
110 mín                                             21.900,- 

Eye renewal - Endurnýjandi augnmeðferð.
Einstaklega áhrifarík augnmeðferð, sem dregur úr fínum línum, þrota og dökkum baugum með formúlu virkra efna sem unnin eru úr jarðsjó Bláa Lónsins. 
Lyftir, sléttir og mýkir húðina í kringum augun. Meðferðin innifelur djúphreinsun, nudd (heitir steinar notaðir í endann) og virkan augnmaska.
Þessi meðferð er sannskallað dekur ein og sér eða sem viðbót við aðrar meðferðir. 
30 mín                                               8.800,-      


Men´s facial boost - Herra andlitsbað.
Orkugefandi og hreinsandi andlitsmeðferð sem miðar að mismunandi þörfum karlmanna á öllum aldri. Meðferðin er hönnuð til að endurnýja og styrkja húðina og á sama tíma draga úr húðertingu sem stafar m.a. af rakstri. Meðferðin innifelur slakandi baknudd sem endar á heitsteinanuddi, gufu og djúphreinsun, herða- andlits- og höfuðnudd og maska sem hentar húðgerð hvers og eins. Húðin verður endurnærð og frískleg. Fyrir bestan árangur er mikilvægt að sleppa rakstri 12 tímum fyrir meðferð.  
75 mín                                                12.500,-         

 

Innifalið í öllum meðferðum er aðgangur að heilsulindinni þar sem er heitur pottur og slökunarrými. Úti á veröndinni eru tveir heitir pottar annar með jarðsjó ásamt saunu og blautgufu. Gestir fá einnig handklæði og slopp.

 

Bókanir

Bókaðu tíma í Blue Lagoon spa í síma 414 4004 eða með því að senda tölvupóst á  bluelagoonspa(at)bluelagoonspa.is