LPG Lipomassage meðferð

Blue Lagoon spa hefur tekið í notkun nýtt og enn öflugra LPG tæki frá Líkamslögun.

LPG Cellu M6 tækið vinnur vel á vöðvabólgu, appelsínuhúð og staðbundinni fitu og húðin verður stinn og heilbrigð.

LPG meðferðin er sogæðanudd fyrir konur og karla sem felst í því að auka súrefnisflæði í húðinni og koma blóðflæðinu af stað. Meðferðin líkist djúpu nuddi og hjálpar til við að losa um hnúta og stíflur sem orsakast meðal annars af slæmu mataræði, lítilli hreyfingu og hormónabreytingum. 

Meðferðin hefur hlotið náð hjá bandaríska lyfjaeftirlitinu (F.D.A) sem áhrifaríkasta meðferðin við appelsínuhúð, hrukkum og misfellum í húð.
 

Ath. Meðferðin er ekki ráðlögð ófrískum konum, konum með barn á brjósti, fólki á blóðþynningar­lyfjum, blóðrásarsjúklin­gum, æðakerfis­sjúklingum, krabbameinssjú­klingum eða fólki með aðra sjúkdóma nema í samráði við lækni.

Sjá verðskrá LPG hér!
 

Innifalið í öllum meðferðum er aðgangur að heilsulindinni þar sem er heitur pottur og slökunarrými. Úti á veröndinni eru tveir heitir pottar annar með jarðsjó ásamt saunu og blautgufu. Gestir fá einnig handklæði og slopp.
 

Bókanir

Bókaðu tíma í Blue Lagoon spa í síma 414 4004 eða með því að senda tölvupóst á  bluelagoonspa(at)bluelagoonspa.is