Leirgufuklefinn

KÍSILLEIRMEÐFERÐ
Í þessari einstöku meðferð bera gestir hvítan kísil á húðina og slaka á í 20 mínútur í sérhönnuðum leirgufuklefa.
Í lokin verður gufan að léttu regni sem skolar kísilinn af á mildan hátt. Veitir húðinni heilbrigðan ljóma og fallegt yfirbragð. 
20 mín                     5.500 kr  


NÝTT! SALTSKRÚBB MEÐFERÐ
Í þessari endurnýjandi og djúphreinsandi meðferð skrúbba gestir húðina með blöndu af Blue Lagoon salti og olíum í sérhönnuðum gufuklefa. Gestir njóta þess að slaka á í 20 mínútur sem endar á léttu regni sem skolar saltið af. 
Skrúbburinn hefur hreinsandi, mýkjandi og endurnærandi áhrif. Veitir húð silkimjúkt og líflegt yfirbragð. 
20 mín                     5.500 kr


SALT GLOW DETOX
Hreinsun, styrking, djúpnæring, endurnæring, slökun.
Einstök djúphreinsandi meðferð sem veitir fullkomna endurnýjun á líkama og sál. Veitir húðinni nauðsynleg steinefni og gefur henni líflegt yfirbragð. Líkaminn er skrúbbaður með einstakri blöndu af Blue Lagoon salti og olíum sem hreinsa og endurnæra. 
Eftir skrúbbmeðferðina er farið í dásamlega kísilleirgufu þar sem Blue Lagoon kísill er borinn á líkama og andlit. 

50 mín                   8.900 kr.Innifalið er aðgangur að heilsulindinni þar sem er heitur pottur og slökunarrými. Úti á veröndinni eru tveir heitir pottar annar með jarðsjó ásamt saunu og blautgufu. Gestir fá einnig handklæði og slopp.


 

Bókanir

Bókaðu tíma í Blue Lagoon spa í síma 414 4004 eða með því að senda tölvupóst á  bluelagoonspa(at)bluelagoonspa.is 

Meðlimir Hreyfingar njóta sérstakra afsláttarkjara hjá
Blue Lagoon spa.